Hjálp!

Á föstudagseftirmiðdegi fyrir framan tölvuna að hlusta á bítlana og pæla í að segja upp Íslendingastöðunni minni. Já það er ég. Þetta með föstudaginn þýðir helgi, bítlarnir voru gjörsamlega tilviljanakenndir en Íslendingastoltið mitt er í alvöru í mikilli hættu (eins og yfirleitt einu sinni á ári). Jæja hér byrjar sagan: ég var í skólanum og sá fyrir tilviljun þetta yndislega eurovisionmyndband okkar... Þá strax fór ég að velta því fyrir mér hvað ég er að gera hérna og hvort ég geti ekki farið að villa á mér heimildir. Frakkland kom náttla fyrst upp í hugann en eftir smá sá ég að það gengi ekki heldur (http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&ba=leita&leit=eurovision&id=6002) Svo að nú sit ég bara hérna með bítlunum og hugsa: Hvað er næst?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það fynda við þetta myndband að það er endalaust kjánalegt , en sammt geðveikt gott lag..

aðalheiður (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband