25.6.2008 | 23:16
Fjölskylda!!
Jæja nú er fjölskyldan loksins komin og auðvitað blogga ég um helstu atriðin:P:D... Fjölskyldan býr í Jallais í norð-vesturhluta Frakklands, samanstendur af fimm manneskjum og þar af eru tveir fluttir að heiman. Það er sem sagt einn 14 ára strákur á heimilinu og foreldrar hans. Jallais er rúmlega 3000 manna bær og fjölskyldan mín býr 2 km fyrir utan hann. Þau búa í einbýlishúsi með stórum garði og sundlaug:D:D Allavega líst mér bara rosalega vel á þetta, ekki mikil enskukunnátta á heimilinu en það þýðir bara meiri franska (svo skilst mér að þau eldi mikið ;Þ):D:D Annars fara þessir dagar aðallega bara í vinnu og eitthvað svona en svo er hugsanleg sumarbústaðarferð um þarnæstuhelgi og svo útilegan stóra í júlí:D:D En endilega kommenta á meðan hægt er (allt svoleiðis hættir 22.ágúst híhí)
Athugasemdir
vá hvað það er næs fyrir þig að vera komin með fjölskyldu,, og vá maður, stór garður og sundlaug, það er bara aldeilis lúxus hjá þér, allavegna svona miðað við hverju ég er að búast við ;) hihihi,
en já engin komment þegar við förum út,, verður erfitt að nenna að blogga þegar maður veit ekki hvort einhver er að lesa þetta hjá manni ;)
Yrsa Ívarsdóttir, 25.6.2008 kl. 23:24
Hæbb ánægður með þig vertu dugleg að blogga svo maður geti fylgst með litlu systur...................Kv Arnþór
Arnþór (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:01
ok svakalega vörn við ruslpósti. en já ég sem á að kommenta afþví að ég á með einhverju móti að sanna að ég sé góður vinur fyror þessari stelpu sem við hér köllum Mörtu. en já æðislegt fyrir þig að fara til frakklands. aldrei a' vita að ég kíkji á þig þar :D víst ég hef ekkert betra að gera en að vinna fyrir penningum penningum. verður maður líka að eyða penningum penningum. en já ég ætla að skoða myndirnar og bið að heilsa. vona að þú skilur þetta. eins og þú veist stend ég mig ekki sérlega vel í staf :'D
Gunnar Gunnars (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.