Færsluflokkur: Bloggar
27.6.2008 | 01:13
Coldplay :D
Jæja eins og ég sagði er voða rólegt hjá mér þessa dagana bara vinna og já vinna.
En í gær hitti ég hana Ástu mína og við fengum okkur að borða og eitthvað já mjög merkilegt en allaveg hún keypti sér nýja Coldplay diskinn og hann er æði :D öll lögin geðveik!! þurfti bara að koma þessu á framfæri en hann er víst uppseldur sumstaðar :/
Núna er ég að horfa á the revange of the nerds sem er speees... nördar eru samt yndislegir.. á meðan það er ekki fýla af þeim:O
Veit svo ekki alveg hvernig næstu dagar verða hjá mér en er allavega að vinna fram á föstudag og þá hugsanleg sumarbústaðarferð :D
en já blogga örugglega eftir nokkra mánuði ef ég skildi hugsanlega hafa eitthvað að segja;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 23:16
Fjölskylda!!
Jæja nú er fjölskyldan loksins komin og auðvitað blogga ég um helstu atriðin:P:D... Fjölskyldan býr í Jallais í norð-vesturhluta Frakklands, samanstendur af fimm manneskjum og þar af eru tveir fluttir að heiman. Það er sem sagt einn 14 ára strákur á heimilinu og foreldrar hans. Jallais er rúmlega 3000 manna bær og fjölskyldan mín býr 2 km fyrir utan hann. Þau búa í einbýlishúsi með stórum garði og sundlaug:D:D Allavega líst mér bara rosalega vel á þetta, ekki mikil enskukunnátta á heimilinu en það þýðir bara meiri franska (svo skilst mér að þau eldi mikið ;Þ):D:D Annars fara þessir dagar aðallega bara í vinnu og eitthvað svona en svo er hugsanleg sumarbústaðarferð um þarnæstuhelgi og svo útilegan stóra í júlí:D:D En endilega kommenta á meðan hægt er (allt svoleiðis hættir 22.ágúst híhí)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2008 | 19:03
Hjálp!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2008 | 22:46
Úffpúff
Já góðir hálsar :) ég veit að ég er ekkert of dugleg að blogga en það er heldur enginn of duglegur neitt að kíkja heldur þannig að allir eru kvittir ;)
En mig langar alveg virkilega að koma þessari síðu í gang sérstaklega áður en ég fer út svo að það fari nú ekki fram hjá neinum hvað ég er að gera... Svo þarf nú að leyfa yrsu að kommenta :P
En annars er ekkert að frétta ( sem gæti hugsanlega verið ástæða þess að ég hef ekkert bloggað). Staðan á skiptinemaveseninu mínu núna er bara sú að ég fer til Frakklands en veit ekki hvert. Það skiptir engu hversu oft fólk spyr, ég er ekki komin með fjölskyldu en ég get lofað því að það fer heldur ekki fram hjá neinum þegar ég loksins fæ hana :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2008 | 17:34
má allavega reyna
Já ég er söm við mig;) alltaf jafn dugleg að blogga
Ég verð reyndar að viðurkenna að enn einu sinni var ég búin að gleyma síðunni þannig að ég hef alveg afsökun.. en samt ekki :D allavega það er bara búið að vera heldur mikið að gera og í augnablikinu ætti ég eiginlega að vera að taka mig til fyrir vinnuna eða jafnvel að læra en auðvitað geri ég hvorugt. Já sem sagt kom úr skólanum fyrir klukkutíma og fer í vinnuna eftir hálfan. Þessi stutti frítími fer því í að skrifa eitthvað sem enginn les. En já þurfti bara svona að sýna að ég er á lífi þrátt fyrir þetta ömurlega veður og allar lokanir. Reyndar þá munaði mjög litlu að rútan færi út af áðan en hún var á keðjum ;)
ojj það er fiskilykt hérna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2008 | 00:38
tilgangslaust? -já alltaf
Aðalheiður kom með þetta skemmtilega komment um að bloggið mitt væri tilgangslaust :´( en er það ekki pointið með bloggum?
Jæja dagurinn fór að mestu leiti í að borða, sofa og horfa á Hairspray, hahha vá ég er venjuleg. En já fyrir utan þetta þrennt er ég ekki búin að vera að gera neitt :D
já ok svona þegar ég pæli í því þá voru þessar pælingar um pælingarnar frekar tilgangslausar. Líka frekar erfitt að finna pælinguna í því ;)
en til að koma með smá kvikmyndagagnrýni, hvað finnst ykkur um Hairspray? Sjálf elska ég hana, búin að sjá hana nokkrum sinnum og hún verður eiginlega bara betri :D vá ég er uppfull af gömlum frösum... en annars er voða lítið að frétta og voða lítið búiið að vera að gerast svona undanfarið... hehe jú ok það voru reyndar áramót núna í fyrradag og það var æði :D tókum því bara rólega heima, á móti öllum plönum og svo fór ég í bæinn og hitti stelpurnar. Fór svo í bíó í gærkvöldi með yrsu og aðalheiði á Golden Compass og ég verð að segja að mér finnst þetta eiginlega bara vera ein best gerða mynd eftir bók sem ég hef séð og lesið.
Já ég geri mér grein fyrir því hvað ég get verið óskiljanleg á köflum :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2007 | 04:47
er þetta nokkuð að verða sorglegt?
hahhaha ég geri mér fulla grein fyrir því að ENGINN hefur skoðað þetta æðislega blogg mitt en þar kemur náttúrulega á móti að ég hef ekki sagt neinum frá því :D híhí já hljómar heimskulega en það bara gleymist :/
Allavega ég fékk aftur þessa löngun til að blogga en um hvað veit ég ekki. Ég er alltaf með mjög skemmtilegar pælingar um allt og ekkert en þegar ég fer að tala um hvað sem mér liggur á hjarta við þá mannsekju sem er næst mér (sem sagt í rúmi en ekki hjarta/heila/sál) þá er henni alveg sama... Þess vegna væri kannski gott að reyna að muna þessar pælingar til að geta komið þeim á framfæri einhversstaðar og átt smá möguleika á að finna einhvern sem er ekki sama :D en í rauninni er ég að tala um eina sérstaka pælingu sem ég fór að tala um við hann Björn bróður minn nýlega og honum virtist bara vera sama. Núna kæmi sér einstaklega vel að muna um hvað þessi umtala pæling snérist en svo er nú ekki. Jæja það verður að hafa það ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.12.2007 | 04:29
þessi lifir :O (bara hlýtur að vera)
Já alltaf þarf ég að vera að stofna nýjar síður og alltaf eiga þær að ganga. En hingað til hefur það ekki verið raunin svo við sjáum bara til með þessa. Reyndar þá er ákveðið vandamál við bloggið mitt. Það er ekki það að viljinn sé ekki til staðar eða að ég komist aldrei í tölvu eða eitthvað, nei vandamálið er að ég hef aldrei neitt að segja. Það bara kemur svo sjaldan eitthvað fyrir sem einhver hefur áhuga á að lesa að ég nenni ekki að standa í því að reyna að segja frá því. Og þar sem ég hef ekkert að segja á milli þessara "áhugaverðu" blogga þá hætta þessir fáu sem nenna að lesa bloggið mitt fyrir það fyrsta að tékka hvort eitthvað nýtt sé búið að gerast. En nú eru jólin og einhverra hluta vegna fékk ég þessa löngun til að létta á mínum haus hérna í gegnum lyklaborðið. Ég verð reyndar að viðurkenna að þó að þetta sé fyrsta bloggið þá er svolítill tími síðan ég stofnaði þessa síðu en það var bara til að ná einhverju allt í lagi nafni. Þá er ég sem sagt að tala um fyrri síður sem hafa til dæmis heitið baah, killerpotato, zebrakleinurnar og fleiri.
Allavega nú eru jól og á jólunum eru allir glaðir =) þar fá allir nýjar flíkur bæði fátækir og ríkir og þurfa ekki að lenda í jólakettinum. Já þetta var tekið úr einhverju skemmtilegu jólalagi sem er búið að söngla í hausnum á mér seinustu daga. Vá mér tókst að tala tvisvar um hausinn á mér í sama blogginu =P
En já tilgangurinn með þessu bloggi var aðallega bara að óska öllum sem ég á eftir að benda á þetta blogg gleðilegra jóla =) ég vil einnig þakka fyrir frábærar gjafir :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)